Viðskipti erlent

Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár

Þinghúsið í Lundúnum í Bretlandi.
Þinghúsið í Lundúnum í Bretlandi.

Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands.

Breska ríkisútvarpið (BBC) segir þetta jafngilda því að 27.000 manns hafi bæst við á atvinnuleysisskrá í landinu og hafi 1,71 milljón manna verið án starfa á fjórðungnum.

Á sama tíma fjölgaði vinnandi fólki í Bretlandi um 56.000 og jafngildir það að 28,9 milljónir manna hafi verið með vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×