Erlent

Japanski hvalveiðiflotinn lætur úr höfn

Sex japönsk hvalveiðiskip lögðu úr höfn, í dag, ásamt 8000 tonna verksmiðjuskipi. Flotinn stefnir á Norður íshafið þar sem veiða á 860 hvali. Þar af eru 850 hrefnur og 10 langreyðar. Fjögur skip hvalfriðunnarsinna elta japönsku skipin.

Japanar kalla þetta vísindaveiðar en andstæðingar hvalveiða bera brigður á það. Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu sagði í dag að það væri blygðunarlaust sjónarspil, því þótt Japanar hefðu drepið hundruð hvala hefðu engar vísindalegar niðurstöður sést frá þeim.

Fjögur skip elta japanska flotann, tvö frá Greenpeace og tvö frá Sea Shepard. Á síðustu vertíð kom til árekstra þegar reynt var að hindra hvalveiðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×