Viðskipti erlent

ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki

Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið.

Börsen segir 548 manns vinna hjá Debeos en tekjur fyrirtækisins námu 586 milljónum danskra króna á síðasta ári. Það jafngildir rúmum 7,1 milljarði íslenskra króna.

Þá hefur Börsen eftir Jørgen Lindegaard, forstjóra ISS, að horft sé til þess að með kaupunum muni fyrirtækið geta boðið upp á ýmis konar þjónustu í Þýskalandi og muni rúm 30 prósent af tekjum fyrirtækisins koma þaðan.

ISS er meðal annars með starfsemi hér á landi undir heitinu ISS Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×