Innlent

Vinsælt að eiga sumarhús á Spáni

Hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga eiga nú fasteignir á Spáni. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu tvö árin. Á sama tíma fara æ fleiri í hefðbundnar pakkaferðir.

Það vakti athygli að í fasteignablaði Fréttablaðsins í fyrradag mátti sjá þrjár heilsíðuauglýsingar um fasteignir á Spáni. Fasteignasalar sem NFS ræddi við voru sammála að áhugi Íslendinga á íbúða- og húsakaupum við Miðjarðarhafið hefði vaxið verulega á síðustu árum.

Fjögur eða fimm fyrirtæki eru að selja húsnæði á Spáni og við Miðjarðarhafið til Íslendinga. Eitt af þeim elstu er Gloria casa sem hefur verið starfandi hér í sex ár og er búið að selja samtals á sjötta hundrað eigna. Töluvert mun vera um að fjárfestar kaupi allt upp í þrjátíu íbúðir á byggingarstigi sem þeir leigja síðan út eða selja aftur en stærsti kaupendahópurinn er fólk sem er komið yfir sextugt. Þá er nokkuð um að stórfjölskyldur taki sig saman og aðeins að aukast að starfsmannafélög fyrirtækja kaupi húsnæði.

Á sjötta hundrað eigna er skráð í Félag húseigenda á Spáni. Þrátt fyrir það að þúsundir Íslendinga eiga nú sumarhús við Miðjarðarhafið hefur ekki orðið samdráttur í þessum hefðbundnu pakkaferðum, þvert á móti hefur þeim fjölgað sem fara í pakkaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×