Erlent

Flóðbylgjan í Japan reyndist lítil

Flóðbylgjan sem varað var við eftir jarðskjálfta norður af Japan, skall á norðurströnd landsins um hádegið, en reyndist ekki nema fjörutíu sentimetra há og olli engum skemmdum. Nokkrar smærri bylgjur fylgdu á eftir og voru einnig meinlausar.

Jarðskjálftinn mældist 8,1 stig á Richter. Svo öflugur skjálfti getur vissulega valdið mikilli flóðbylgju, en stærð hennar fer eftir því hvort fyrsta hreyfing jarðskorpunnar er upp eða niður, þegar skjálftinn verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×