Erlent

Lolu gert að skila brókum Bonos

U2 söngvarinn Bono hefur unnið mál gegn fyrrverandi stílista hljómsveitarinnar. Lolu Cashman var gert að skila söngvaranum brókum hans, kúrekahatti og öðrum smáhlutum sem hún sagði að sér hefðu verið gefnir meðan hún starfaði fyrir hljómsveitina.

Lola hafði þegar selt nokkra minjagripi á netinu, og átti von á að fá góðan skilding fyrir hattinn, sem hefur löngum verið einkennistákn Bonos. Fyrir rétti sagði Bono einmitt að hann hefði aldrei gefið frá sér hluti sem væru svona sterk tákn fyrir ímynd hans.

Málaferlin fóru fram á Írlandi og eitt írsku blaðanna kallaði það "Bardagann um litlu stóru buxurnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×