Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann til að greiða 540 þúsund krónur í sekt fyrir margvísleg og ítrekuð umferðarlagabrot, sem hann framdi víðsvegar um Vestfirði í sumar.
Mun þetta vera einhver hæsta sekt fyrir umferðarlagabrot sem um getur. Hann var meðal annars stöðvaður fjórum sinnum á bíl, eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum og jafn oft var hann stöðvaður fyrir hraðakstur. Hann þarf að sitja í fangelsi í einn mánuð ef hann greiðir sektina ekki innan fjögurra vikna.