Erlent

Rauði herinn endurreistur á næstu árum

Rússneskt herskip í Reykjavík

Forseti Rússlands segir að rússneski herinn og flotinn séu nú komnir yfir þá efnahagsörðugleika sem fylgdu upplausn Sovétríkjanna, og heraflinn allur verði efldir stórlega á næstu árum, með nýjum og fullkomnum hergögnum.

Vladimir Putin stefnir að því að að árið 2008 verði herkvaðning að mestu úr sögunni og að sjötíu prósent heraflans verði skipaður atvinnuhermönnum. Auk þess hefur forsetinn vitt þúsundir milljarða króna til þess að þróa og framleiða ný og fullkomin hergögn.

Rússneski heraflinn fór illa út úr efnahagskreppunni sem fylgdi því að Sovétríkin liðuðust í sundur. Efnahagurinn er nú mun betri og Vladimir Putin ætlar að hefja Rauða herinn til vegs og virðingar á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×