Innlent

Utanríkisráðherra í þorskastríð

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra flutti fyrstu skýrslu sína um utanríkismál í morgun. Hún sagði þar meðal annars að Utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsráðuneytið væru í samstarfi til að koma böndum á rányrkju skipa sem sem sigldu undir hentifána og væru alvarleg ógn við fiskveiðiþjóðir.

Löndunarbann og samstarf við fjármálastofnanir sem þjónustuðu slík skip gætu gert þeim erfiðara fyrir. En ráðherrann útilokaði ekki að ganga lengra. Hún skar upp herör gegn sjóræningjaskipum og lýsti sig jafnvel tilbúna í nýtt þorskastríð til varnar fiskimiðum.

Valgerður Sverrisdóttir sagði einnig að þróun alþjóðamála kallaði á samvinnu Nató og Evrópusambandsins. Hagsmunir Íslands felist í að Nató verði áfram kjölfestan í öryggis og varnarsamstarfi álfunnar. Þá verði að skoða hverning styrkja megi samstarfið við Evrópusambandið á sviði öryggismála




Fleiri fréttir

Sjá meira


×