Erlent

Bush í Víetnam

Bush er í Víetnam til þess að sækja APEC ráðstefnuna.
Bush er í Víetnam til þess að sækja APEC ráðstefnuna. MYND/AP

George W. Bush varð í dag annar forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Víetnam eftir að Víetnamstríðinu lauk. Vonast var til þess að Bush myndi þar semja um fríverslunarsamning við Víetnama en ekkert varð úr því þar sem repúblikanar misstu yfirráð í báðum deildum þingsins þann 7. nóvember síðastliðinn.

Í stað þess að tala um fortíðina talaði Bush um efnahagslega möguleika Víetnam. Bush mun ekki aðeins hitta ráðamenn í Víetnam heldur einnig leiðtoga allra þarlendra stjórnmálaflokka og þar á meðal formann kommúnistaflokks Víetnam en það sýnir vel hversu breytt samskipti þessara tveggja ríkja eru.

Í ferðinni lagði Bush áherslu á fríverslunarsamninga og nærveru Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að slíkir samningar yrðu gerðir og að Bandaríkin myndu ekki hverfa inn í skel sína. Skemmst er að minnast DOHA umræðanna um fríverslun í heiminum þar sem afstaða Bandaríkjanna var eitt af meginatriðunum sem komu í veg fyrir samkomulag milli ríkra og fátækra ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×