Erlent

Sameiginlegt friðargæslulið að veruleika

Kofi Annan eftir ræðu sína í dag.
Kofi Annan eftir ræðu sína í dag. MYND/AP

Kofi Annan sagði í kvöld að ráðamenn í Súdan hefðu samþykkt þá hugmynd hans um að sameinað lið friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu myndi verða við friðargæslu í Darfur-héraði.

"Sæst hefur verið á meginatriðin en um leið og búið er að sættast á fjölda friðargæsluliða ætti að vera hægt að halda áfram með þessa tilllögu." sagði Kofi Annan við fréttamenn í kvöld.

Erlendir sendimenn í landinu segja að ráðamenn í Súdan hafi af því mestar áhyggjur hverjir munu verða yfir heraflanum og að erindrekar þarlendra stjórnvalda myndu nú fara og ræða þessi mál með ríkisstjórninni í Súdan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×