Erlent

Kúrdar felldir í Tyrklandi

Tyrkneskar hersveitir felldu þrjá liðsmenn hins svokallaða Kúrdiska verkamannaflokks, í skotbardaga, í austurhluta landsins. Mánuður er síðan skæruliðarnir lýst yfir vopnahléi.

Kúrdiski verkamannaflokkurinn hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda síðan 1984, og hafa yfir 30 þúsund manns fallið í þeim átökum. Tyrkir líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök og hið sama gera Bandaríkin og Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×