Erlent

Má bjóða yður eigið ál ?

Norskur maður hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi og háar fjársektir fyrir að stela fimmtíu og fimm tonnum af áli frá einu af álverum Norsk Hydro.

Þjófurinn setti ekki fyrir sig talsverða fyrirhöfn, því þyngstu álstykkin sem hann stal voru tólf tonn að þyngd. Álið seldi hann í brotajárn. Upp komst um kauða þegar hann gerðist svo ósvífinn að selja Norsk Hydro fenginn. Þegar byrjað var að vinna úr álinu komust menn þar að því að það var frá þeim sjálfum.

Þeir hringdu náttúrlega í pólitíið, sem gómaði álþjófinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×