Erlent

Kóksvelgur fær bætur

MYND/Getty Images

Rússnesk kona hefur fengið 8000 krónur í skaðabætur frá Coca Cola fyrirtækinu vegna brjóstsviða og svefnleysis, sem rakið var til þess að hún svolgraði í sig þrjá lítra á dag, af drykknum.

Hún hóf kókdrykkju sína fyrir þrem áruml, eftir auglýsingaherferð sem fyrirtækið gekkst fyrir í Rússlandi. Þar voru boðin ýmiskonar verðlaun ef fólk skilaði inn töppum af kókflöskum. Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að Coca Cola hefði láðst að vara við því að það gæti verið óhollt að drekka of mikið kók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×