Innlent

Flott án fíknar

Flott án fíknar er nýtt og öðruvísi forvarnarverkefni sem kynnt var í Smáralindinni í dag. Verkefnið byggir á því að unglingar ganga í klúbba og samningsbinda sig til að vera reyk- og vímuefnalausir.

Verkefnið hófst fyrir fjórum árum í Lindarskóla í Kópavogi þar sem fyrsti klúbburinn var stofnaður. Síðan hafa fleiri skólar bæst í hópinn og eru nú orðnir níu talsins og klúbbmeðlimir orðnir um fjögur hundruð. Umbunin er sú að krökkunum gefast ýmis tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt saman eins og fara í ferðlög, keilu eða bíó.

Ungmennafélag Íslands tekur þátt í verkefninu og voru ungmennum afhentir sérhannaðir bolir í dag. En á þá er heiti verkefnisins ritað.

Tekið er á samningsbrotum og hefur tíðkast að gefa eitt tækifæri. Við endurtekin brot er svo litið á að viðkomandi unglingur sé ekki lengur í klúbbnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×