Erlent

Gates í embætti fyrir áramót

Robert Gates (t.v.) ásamt formanni varnarmáladeildar öldungadeildar bandaríska þingsins í dag.
Robert Gates (t.v.) ásamt formanni varnarmáladeildar öldungadeildar bandaríska þingsins í dag. MYND/AP

Leiðtogar repúblikana í bandaríska þinginu hittu í dag Robert Gates, væntanlegan eftirmann Donald Rumfeld, en búist er við því að George W. Bush reyni að koma tilnefningu hans í gegnum öldungadeildina áður en demókratar taka við í henni þann fyrsta janúar næstkomandi.

Gates var stjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA í valdatíð George Bush eldri en hann er almennt talin praktískur og tilbúinn að gefa eftir til þess að ná ásættanlegri útkomu. Gagnrýnendur hafa þó sagt að hann sé hrokafullur og hafi á stundum hagrætt upplýsingum þegar hann vann fyrir Ronald Regan en margir telja einmitt að stríðið í Írak sé tilkomið vegna rangra upplýsinga frá leyniþjónustunni CIA.

Margir segja líka að Gates, sem hefur doktorsgráðu í sovéskri sögu, líti á sjálfan sig sem svo gáfaðann að hann hreinlega hlusti ekki á aðra. Aðrir hafa bent á að það hversu klár hann sé geti líka verið honum í hag og geri honum auðvelt um vik að einfalda mál og greina þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×