Erlent

Bretar og Pakistanar taka höndum saman

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, samþykktu á fundi sínum í morgun að styrkja samstarf ríkjanna í baráttunni við hryðjuverkamenn. Blair og Musharraf hittust til fundar í Lahore í Austur-Pakistan.

Forsætisráðherrann hét því að tvöfalda þróunaraðstoð til handa Pakistönum og framlag Breta yrði þar með jafnvirði rúmlega 64 milljarða íslenskra króna.

Musharraf sagði eftir fundin að stjórn sín reyndi hvað hún gæti til að stöðva herskáa bardagamenn sem berðust  gegn hersveitum Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan en viðurkenndi að meira þyrfti að gera til að stöðva þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×