Innlent

Lágmarkslaun þurfa að hækka um 40-50%

Verkalýðshreyfingin þarf að sýna tennurnar í næstu kjarasamningum og fá lágmarkslaun hækkuð um 40-50%, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta.

Vilhjálmur segir að könnun Starfsgreinasambandsins í sumar hafi sýnt að meðallaun verkamanna í dagvinnu séu 176 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru hins vegar 123 þúsund krónur þannig að helmingshækkun myndi ekki gera meira en að færa taxta að meðallaunum. Tíu þúsund erlendir verkamenn séu að vinna hér á berstrípuðum töxtum. Vilhjálmur segist hræðast þann tíma þegar slakna fer í atvinnulífinu en telur að laun íslenskra verkamanna séu nú þegar á hraðri niðurleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×