Innlent

Fagnaði 101 árs afmæli sínu í gær

Birna Jónsdóttir.
Birna Jónsdóttir. MYND/Viggó

Birna Jónsdóttir fagnaði í gær 101 árs afmæli sínu á Sauðárkróki. Meðalaldur Birnu og systra hennar, sem komust á legg, er 97 ár en það er hæsti meðalaldur fjögurra íslenskra systkina sem vitað er um.

Birna býr nú á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Henni þótti óþarfi að halda sérstaklega upp á daginn í gær þar sem hún hélt veglega afmælisveislu á eitt hundrað ára afmæli sínu í fyrra.

Birna er fædd og uppalin á Grófargili á Langholti í Skagafirði. Hún bjó lengi á Fagranesi á Reykjaströnd ásamt manni sínum, Eiríki Sigmundssyni, sem lést fyrir rúmum fjórum áratugum.

Birna átti fjórar systur sem komust á legg og varð ein þeirra 93 ára önnur 96 ára og tvær 97 ára. Meðalaldur systranna er 97 ár og ekki er vitað um hærri meðalaldur fjögurra systkina á Íslandi.

 

Birna segir tímana mikið hafa breyst frá því hún var að alast upp. Það sem henni þyki sérstaklega standa upp úr er þegar rafmangið kom og þegar Íslendingar fengu sjálfstæði árið 1944.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×