Erlent

Nærri þrjátíu slösuðust í lestarslysi í Berlín

Lögreglumenn rannsaka vettvang lestarslyssins í morgun.
Lögreglumenn rannsaka vettvang lestarslyssins í morgun. MYND/AP

Hátt í þrjátíu manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar farþegalest rakst á farartæki sem ætlað er til viðhalds á lestum á lestarstöð í Suður-Berlín í morgun. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang til þess að hjálpa hinum slösuðu út úr lestinni en flestir munu hafa hlotið minni háttar meiðsl. Ekki liggur fyrir hvers vegna farþegalestin ók á viðhaldsfarartækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×