Innlent

Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun

Frá Kauphöllinni í New York.
Frá Kauphöllinni í New York. MYND/Reuters

Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meðal þeirra sem eru með Geir í för er Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×