Erlent

Lestir sprengdar í Indlandi

Rannsóknarmenn skoða annan lestarvagnanna í dag.
Rannsóknarmenn skoða annan lestarvagnanna í dag. MYND/AP

Sprengingar urðu í tveimur farþegalestum í austurhluta Indlands í dag. Sex létust og talið er að um 53 hafi særst. Ekki er vitað hvers vegna sprengingarnar urðu og vildi lögreglan lítið segja um málið. Talsmaður lestarfyrirtækisins sagði hinsvegar að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestunum.

Enginn er grunaður enn sem komið er og hefur enginn hópur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Indverskar sjónvarpsstöðvar segja að um 12 hafi látist en lögregla hefur ekki enn staðfest það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×