Erlent

Tony Blair í Afganistan

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands (t.v.) og Hamid Karzai, forseti Afganistan (t.h.)
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands (t.v.) og Hamid Karzai, forseti Afganistan (t.h.)

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands var í heimsókn í Afganistan í dag. Þar sagði hann að öryggi heimsins á komandi tímum myndi ráðast í bardögum við uppreisnarmenn Talibana í eyðimörkinni í Afganistan.

Blair var að tala við breska hermenn sem staðsettir eru í Afganistan. Hann sagði að þó svo almenningur liti niður á stjórnmálamenn og þeirra ástæður fyrir stríði þá væri almenningi hlýtt til hermannanna og styddi þá.

Hermenn sögðu einnig að það mætti ekki gleymast að þeir vildu vera þarna og að þeim fyndist þeir vera að gera eitthvað sem verður að gera. Breskir herforingjar hafa sagt að þetta sé blóðugasta styrjöld sem breski herinn hefur lent í síðan í stríðinu á Kóreuskaga og að það sé sex sinnum meiri líkur á því að breskur hermaður láti lífið í Afganistan en í Írak.

Blair hitti líka forseta Afganistan, Hamid Karzai, og ræddu þeir um öryggismálefni landsins. Blair hafði áður verið í Pakistan að ræða við Pervez Musharraf forseta til þess að ræða hvernig mætti stöðva Talibanana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×