Erlent

Hrói Höttur kominn til New York

Hrói Höttur var að störfum í New York í dag.
Hrói Höttur var að störfum í New York í dag. MYND/Netið

Þrír Bretar, allir klæddir sem sögupersónan Hrói Höttur, voru að gefa peninga í New York í dag. Mennirnir hentu peningum út í loftið og sögðust einfaldlega vera að hvetja fólk til þess að gefa eitthvað til baka í samfélagið og reyna að stuðla að meiri kurteisi fólks.

Alls gáfu þeir um 2000 pund í dag, sem er um 270 þúsund íslenskar krónur. Ætluðu þeir sér að gefa nærri sex þúsund pund, eða um 800 þúsund íslenskar krónur, seinna um daginn á öðrum stað í New York en urðu frá að hverfa vegna gríðarlegs fólksfjölda sem þar hafði safnast saman.

Þeir sögðu þó að þeir myndu líklegast flytja sig til annarra borga í Bandaríkjunum og halda uppátækjum sínum áfram þar. Hægt að sjá uppátæki þeirra í dag á vefsíðunni youtube.com sem og á vefsíðu þeirra moderndayrobinhood.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×