Innlent

518 sviptu sig lífi á Íslandi á árunum 1990-2005

518 Íslendingar sviptu sig lífi á árunum 1990 til 2005, stærstur hlutinn karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar þingmanns. Tölurnar eru fengnar frá Landlæknisembættinu. 409 karlar sviptu sig lífi á tímabilinu en 109 konur. Fjöldi þeirra sem sviptir sig lífi á ári hverju er á bilinu 25-35 flest áranna en athygli vekur að árið 2000 sviptu 50 manns sig lífi á landinu og 40 árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×