Innlent

HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning

Frá undirritun samningins í dag.
Frá undirritun samningins í dag.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir.

Með honum á að efla samstarf Háskólans og Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins.

Þá er markmið samningsins að fjölga menntuðu starfsmönnum í starfi með fötluðum börnum og að starfsfólk við greiningu, ráðgjöf og framkvæmd úrræða á fagsviðum Greiningarstöðvarinnar og nemendur og starfsfólk Háskólans hafi greiðan og gagnkvæman aðgang að sérþekkingu. Jafnframt er samningnum ætlað að stuðla að framgangi vísindarannsókna í faggreinum tengdum greiningu, ráðgjöf og framkvæmd úrræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×