Erlent

Vefurinn um Litvinenko flækist enn

Litvinenko á sjúkrahúsinu í gær. Helmingslíkur eru á því að hann lifi af eitrunina.
Litvinenko á sjúkrahúsinu í gær. Helmingslíkur eru á því að hann lifi af eitrunina. MYND/AP

Ítalskur öryggissérfræðingur að nafni Mario Scaramella hélt fréttamannafund í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa verið maðurinn sem Alexander Litvinenko hitti á veitingastað skömmu áður en hann veiktist. Scaramella sagðist ekki hafa etið á veitingastaðnum.

Scaramella sagðist hafa hitt Litvinenko til þess að staðfesta sannverðugleika eins uppljóstrara hans. Sagði Scaramella einnig að hann hefði undir höndum lista yfir hugsanleg skotmörk sama hóps og reyndi að myrða Litvinenko en hópinn sagði hann koma frá Sankti Pétursborg í Rússlandi.

Scaramella sagði einnig að Litvinenko hefði átt fund með öðrum manni áður en þeir hefðu hist. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að Scaramella hygðist vinna með breskum lögregluyfirvöldum í rannsókninni á morðtilrauninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×