Sýrlendingar neita sök 21. nóvember 2006 18:56 Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira