Erlent

Bankaeigandi myrtur í Rússlandi

Aðalsaksóknari Rússlands, Yuri Chaika, og Vladimir Putin Rússlandsforseti á ráðstefnu í dag þar sem Pútin lagði áherslu á að koma í veg fyrir spillingu.
Aðalsaksóknari Rússlands, Yuri Chaika, og Vladimir Putin Rússlandsforseti á ráðstefnu í dag þar sem Pútin lagði áherslu á að koma í veg fyrir spillingu. MYND/AP

Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt.

Hann er þriðji rússneski bankamaðurinn sem er myrtur í Rússlandi á síðustu þremur mánuðum. Starfsumhverfi banka í Rússlandi er talið óöruggt og oft gruggugt og hefur Vladimir Putin Rússlandsforseti skipað rússnesku lögreglunni að herða eftirlit sitt með bankakerfinu og starfsmönnum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×