Erlent

Neyðarástand í Horni Afríku

Fólk í Kenía reynir að komast yfir á en flóðin skoluðu brúnni í burtu.
Fólk í Kenía reynir að komast yfir á en flóðin skoluðu brúnni í burtu. MYND/AP

Allt að 1,8 milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eða orðið fyrir áhrifum vegna flóða í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu en miklar rigningar hafa geysað þar að undanförnu.

Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa neyðst til þess að fljúga þangað með hjálpargögn, til að mynda teppi, mat og önnur neyðargögn en að minnsta kosti 150 manns hafa látið lífið í flóðunum það sem af er þessum mánuði. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að alls 78.000 flóttamenn hefðu tapað neyðarskýlum sínum vegna flóðanna.

Margir benda á loftslagsbreytingar sem sökudólginn en fólkið á þessu svæði í Afríku er hér um bil nýbúið að kljást við eitt versta þurrkatímabil sem þau hafa lent í. Strax á eftir því byrja síðan flóðin. Jarðvegurinn verður líka það þurr að hann getur ekki dregið vatnið í sig nógu hratt og þar fyrir utan hefur rigningartímabilið verið óvenjulangt þetta árið sem hefur enn bætt á vandamálin á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×