Erlent

Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun

George Jeffs í réttarsalnum í dag.
George Jeffs í réttarsalnum í dag. MYND/AP

Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum.

George Jeffs, en svo heitir maðurinn, var handtekinn nýlega eftir að hann var settur á listann yfir þá tíu glæpamenn sem hvað mest liggur á að handsama. Öryggisgæsla var gríðarlega við réttarsalinn og var meira að segja búið að koma leyniskyttum fyrir í kringum hann ef eitthvað skyldi gerast.

Jeffs var hinsvegar hinn rólegast í réttarsalnum og virtist ekki taka atganginn nærri sér. Talið er að í söfnuði hans séu allt að 10.000 manns og trúa þau að hann sé í beinu sambandi við Guð sjálfan. Hann tók við söfnuðinum þegar að faðir hans lést og kallar hann söfnuð sinn Bókstafstrúarkirkju Jesú Krists og síðari daga dýrlinga (e. The Fundamental Church of Jesus Christ of Latter Day Saints).

Fréttasíða CNN greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×