Erlent

Hringdi bjöllunni á Wall Street

Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra, kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar fluttu þar allir erindi og svöruðu svo spurningum á fundi með bandarískum fjármálamönnum. Í lok dagsins hringdi Geir svo bjöllu kauphallarinnar til merkis um að viðskiptum dagsins væri þar með lokið. Tilgangur ferðar þremenninganna var að kynna Bandaríkjamönnum íslenskt viðskiptalíf og fjárfestingatækifæri hérlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×