Erlent

Mannlegir skildir í Palestínu

Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn.

Frá því átök blossuðu upp í júní hafa ísraelar sprengt upp heimili að minnsta kosti sjötíu og þriggja herskárra Palestínumanna. Venjulega hafa þeir hringt á undan sér og varað eigendurna við, til þess að þeir gætu forðað sér.

Húsið sem nú er setið um tilheyrir palestínumanni sem tengist eldflaugaárásum á Ísrael. Að gerast mannlegir skildir er ný baráttuaðferð Palestínumanna gegn ofurefli ísraelska hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×