Erlent

Búast við loftárásum á Íran næsta sumar

Bandarísk B-52 sprengjuflugvél
Bandarísk B-52 sprengjuflugvél MYND/AP

Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum.

Bent er á að meira en tveggja ára samningaviðræður Evrópusambandsins, við Íran, hafi engan árangur borið, og ólíklegt að svo verði.

John Pike, sem leiðir hugveituna Global Security segir að takmörkuð árás á Íran verði nauðsynleg til þess að stöðva Írana. Raunsætt sé að telja að það verði gert næsta sumar.

Jósef Cirincione, sem leiðir hugveituna Center for American progress, tekur í sama streng, en bendir þó á að með brotthvarfi Donalds Rumsfelds sé verulegt skarð fyrir skildi hjá haukunum í Washington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×