Erlent

Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa

Aya Sofya safnið í Istanbúl.
Aya Sofya safnið í Istanbúl.

Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku.

Aya Sofya er sjöttu aldar stórhýsi sem upphaflega var kristin kirkja, og síðar bænahús múslima áður en því var breytt í safn. Þrjátíu og níu manns voru handteknir.

Tyrknesk yfirvöld eru nokkuð taugastrekkt yfir heimsókn Benediktusar, minnug þess að það var tyrkneskur maður sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa, í Róm, um árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×