Erlent

Le Pen segist fórnarlamb samsæris

Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram.

Forsetaframbjhóðendur í Frakklandi þurfa stuðningsyfirlýsingu 500 borgarstjóra til þess að fá að fara í framboð. Le Pen segir að stjórnmálaflokkarnir beiti borgarstjórana þrýstingi til að þeir snú við honum baki.

Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum hefur Le Pen 11 til 15 prósenta stuðning meðal kjósenda. Le Pen er þjóðernissinni sem berst gegn fjölgun innflytjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×