Innlent

Heildarfjárfesting sveitarfélaga 41 milljarður á síðasta ári

MYND/Vilhelm

Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. Fjárfesting sveitarfélaga skiptist þannig að brúttófjárfesting þeirra, þ.e. svokallaður A-hluti, var um 18,8 milljarðar króna en fjárfesting fyrirtækja og stofnana sveitarfélaga með sjálfstæðan fjárhag, B-hluti, var um 22,4 milljarðar.

Stærstur hluti fjármagnsins, eða ríflega þriðjungur, fór í fræðslu- og uppeldismál, þ.e. leik- og grunnskóla, en tæp 30 prósent í umferðar og samgöngumál. Þá fóru rúm 16 prósent fjármagnsins í æskulýðs- og íþróttamál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×