Erlent

Áhöfninni kennt um slysið

Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu.

Sögðu þeir að ástæðan fyrir þessu hefði verið athafnir áhafnar eftir lendingu en vélin stöðvaði ekki eftir lendingu heldur hélt hún áfram á enda brautar á fullum hraða, keyrði í gegnum vegg og endaði að lokum á byggingu þar sem kviknaði síðan í henni. Þeir sem lifðu af sögðu frá því að þegar vélin hefði lent hefði fólk klappað og fagnað eftir langt flug en það hefði fljótt breyst þegar fólkið áttaði sig á því að vélin stoppaði ekki.

Hafði hópur aðstandana þeirra sem létust höfðað mál gegn Airbus, en vélin er af þeirri tegund, sem og flugfélaginu sem sá um ferðina. Formælendur Airbus sögðu að vélin, sem var framleidd árið 1987, hefði flogið yfir 10.000 flug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×