Erlent

Ólga í listaheiminum á Ítalíu

Fræg ítölsk höggmynd af Medúsu, gríski goðsagnapersónunni sem gat breytt fólki í stein ef það horfði í augu hennar.
Fræg ítölsk höggmynd af Medúsu, gríski goðsagnapersónunni sem gat breytt fólki í stein ef það horfði í augu hennar. MYND/AP

Viðræðum á milli ítalskra yfirvalda og J. Paul Getty safnsins í Los Angeles vegna 52 safngripa sem að Ítalir segja að hafi verið rænt hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem safnið er aðeins tilbúið til þess að skila helmingi þeirra gripa sem rætt er um.

Viðræðurnar eru hluti af átaki sem að ítalska menningarmálaráðuneytið stendur fyrir og miðar að því að sögulegum dýrgripum verði skilað til réttmætra eigenda. Ítalir báðu sértaklega um að tveimur gripum yrði skilað en það er annars vegar stytta af Afródítu og hins vegar bronsstytta sem gengur undir nafninu "Stytta hinnar Sigursælu Æsku". Getty safnið segir að gripirnir séu ekki stolnir og hafi fundist á alþjóðasvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×