Erlent

Sprenging í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum

Slökkviliðsmenn að störfum í morgun.
Slökkviliðsmenn að störfum í morgun. MYND/AP

Sprenging varð í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Úr varð gríðarlegur eldur og slösuðust í hið minnsta tíu manns og talið er að nálægt hundrað heimili og byggingar hafi skemmst. Þurfti lögregla að flytja um 200 íbúa frá heimilum sínum.

Efnaverksmiðjan framleiðir blek, er í einkaeigu og er staðsett í bænum Danvers sem er um það bil 32 kílómetra frá Boston. Slökkviliðsmenn í bænum segja að þetta sé svipað og ef eins tonna sprengju væri varpað á íbúabyggð. Fyrirtækið sem á verksmiðjuna vildi ekkert segja um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×