Erlent

Ísraelar að hreinsa landssvæði af klasasprengjum

Mynd úr stríði Ísraela og Hisbollah í sumar.
Mynd úr stríði Ísraela og Hisbollah í sumar. MYND/AP

Ísraelski herinn sagði í dag að hann myndi taka þátt í því að þjálfa friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í því að hreinsa landsvæði af klasasprengjum og öðrum jarðsprengjum sem að hafa orðið eftir úr 34 daga stríði Ísraels og Hisbollah í sumar. Sprengjurnar hafa þegar valdið meira en 20 dauðsföllum og sært fleiri en 70 manns síðan að stríðinu lauk þann 14. ágúst síðastliðinn.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sakað Ísraela um að nota klasasprengjur á íbúðasvæðum en það er ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum. Klasasprengjur virka þannig að þeim er skotið úr fallbyssum, brotna síðan í minni sprengjur sem síðan eiga að springa þegar þær lenda á jörðinni en það gerist víst ekki alltaf. Hisbollah hefur líka verið ásakað um að nota klasasprengjur en þeir neita því staðfastlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×