Erlent

Alþjóðadómstóllinn í Haag sýnir aðbúnað fanga sinna

Milosevic í dómssalnum í Haag.
Milosevic í dómssalnum í Haag. MYND/AFP

Nýtt myndband sem alþjóðadómstólinn í Haag sendi frá sér sýnir þær aðstæður sem að fangar þar þurfa að lifa í. Dómstóllinn varð fyrir mikilli gagnrýni eftir sjálfsmorð eins fanga þar og síðan lát Slobodans Milosevic fyrr á árinu. Myndbandið var gert til þess að auka á gegnsæi innan stofnunarinnar og auka tiltrú á henni í kjölfar þessara atburða.

Í því er meðal annars sagt frá þeim öryggisráðstöfunum sem eru þar sem og hvernig fangar þurfa að lifa. Lítur út fyrir að þeir hafi það ágætt. Þeir geta eldað, verið í tölvunni, stundað líkamsæfingar og hafa aðgang að hvers kyns heilsusérfræðingum.

Einnig er klefi fyrir heimsóknir eiginkvenna og eignaðist einn fanginn dóttur í mars á þessu ári. Áhugasamir geta síðan skoðað myndbandið, sem er með enskum þuli, á vefslóðinni http://www.un.org/icty/glance-e/index.htm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×