Erlent

Kabila setur friðargæsluliðum úrslitakosti

Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó.
Joseph Kabila, forseti Austur-Kongó. MYND/AP

Forseti Austur-Kongó gaf í dag friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna 48 klukkustunda frest til þess að koma vopnuðum liðsmönnum mótframbjóðanda síns, Jean-Pierre Bemba, úr höfuðborginni, Kinshasa. Ef þeir myndu ekki gera það ætlar hann sér að láta herinn sinna verkefninu.

Austurkongóskir embættismenn og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna þar í landi staðfestu þetta. Sögðu þeir hefðu fegnið munnlega viðvörun um þetta. Hún kemur kjölfar óeirða fyrir utan hæstarétt landsins, sem var að fjalla um kvartanir Bemba á framkvæmd kosninganna, er stuðningsmenn Bemba stóðu á bak við.

Bemba hefur neitað að viðurkenna sigur sitjandi forseta, Joseph Kabila, og sagst ætla að leita allra löglegra leiða til þess að fá úrslitum kosninganna breytt en kjörstjórn hefur þegar lýst Kabila sigurvegara þeirra og aðeins er beðið eftir því að hæstiréttur landsins lýsi úrslitin gild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×