Erlent

Hamas til viðræðna um fangaskipti

Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas-samtakanna.
Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas-samtakanna. MYND/AP

Leiðtogi Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, er kominn til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að ræða um hugsanleg skipti á föngum við Ísraela. Talsmaður samtakanna skýrði frá þessu nú rétt í þessu.

"Khaled Meshaal, leiðtogi okkar, fer fyrir sendinefnd samtakanna til þess að fylgja eftir tilburðum Egypta til þess að vera milligöngumenn í fangaskiptum á milli Ísraels og Hamas og verða skiptin að vera ásættanleg fyrir palenstínsku þjóðina" sagði talsmaður samtakanna, Izzat al-Rishq, enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×