Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum 23. nóvember 2006 10:00 MYND/GVA Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira