Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega 23. nóvember 2006 13:02 Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira