Körfubolti

Loksins sigur hjá Keflvíkingum

Keflvíkingar fengu loksins ástæðu til að fagna eftir sigur á Norrköping í kvöld
Keflvíkingar fengu loksins ástæðu til að fagna eftir sigur á Norrköping í kvöld Mynd/Daníel Rúnarsson

Keflvíkingar urðu í kvöld fyrsta íslenska körfuknattleiksliðið í vetur til að vinna leik í Evrópukeppninni þegar liðið skellti sænska liðinu Norrköping á heimavelli sínum 109-99. Keflvíkingar voru skrefinu á undan allan leikinn og eru í þriðja sæti riðils síns eftir sigurinn.

Thomas Soltau fór hamförum í liði Keflavíkur í kvöld og skoraði 38 stig, hirti 13 fráköst og nýtti 12 af 16 skotum sínum inni í teig. Jerome Williams skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson skoraði 12 stig og Arnar Freyr Jónsson skoraði 11 stig og gaf 7 stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson náði sér aldrei á strik í leiknum og spilaði aðeins 20 mínútur vegna villuvandræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×