Erlent

Vonar að Pólverjarnir snúi sem fyrst heim á ný

Anna Fotyga, utanríkisráðherra Póllands
Anna Fotyga, utanríkisráðherra Póllands

Utanríkisráðherra Póllands kveðst vona að pólskir verka- og iðnaðarmenn snúi heim aftur sem fyrst, enda á landið í nokkrum vandræðum vegna atgervisflótta.

Anna Fotyga, utanríkisráðherra Póllands, er í opinberri heimsókn í Noregi. Hún segist þakklát fyrir hversu vel sé tekið á móti Pólverjum þar í landi. Hinsvegar skapi það nokkurn vanda heimafyrir. Hún býst ekki við að pólska flóðaldan til vesturlanda réni í bráð, en ekki heldur að pólverjarnir muni almennt festa rætur í útlöndum.

Fotyga segir að efnahagur Póllands sé á hraðri uppleið, og vonar að það líði ekki mörg ár þangaðtil efnahagurinn verður orðinn þannig að faglærðir Pólverjar sjái sér hag í að snúa heim aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×