Erlent

Frakkar hlýta ákvörðun ráðamanna í Rúanda

Frakkar sögðu í dag að þeir hörmuðu þá ákvörðun ráðamanna í Rúanda að slíta stjórnmálalegum tengslum ríkjanna tveggja. Ástæðan fyrir vinslitunum er sú að franskur dómari ákvað að gefa út handtökuskipun á leiðtogum í Rúanda vegna atburða sem leiddu til þjóðarmorðanna þar í landi árið 1994.

Frönskum erindrekum var skýrt frá málinu í persónu og þeim sagt að ákvörðunin myndi taka gildi frá og með mánudeginum 27. nóvember. Frakkar segjast ætla að hlýta ákvörðuninni og flytja erindreka sína í Rúanda á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×