Erlent

Páfinn og Erdogan munu funda

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. MYND/AP

Tyrkneski forsætisráðherrann, Tayyip Erdogan, ætlar sér að hitta Benedikt páfa þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Tyrklands í næstu viku. Töluvert hafði verið deilt á að ekki hefði verið ákveðinn fundur milli þeirra en mikil spenna ríkir í landinu fyrir heimsókna páfa vegna ummæla hans í sumar um að íslam væri ofbeldisfull trú.

Talsmenn tyrkneskra stjórnvalda sögðust vera að vinna í því að koma á fundi þegar páfinn myndi lenda á flugvellinum í Ankara en Erdogan fer á fund NATO ríkja í Riga í Lettlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×